“Hef verið að fara á föstudagspartýsýningarnar undanfarið og þvílík nostalgia. Búin að sjá Með allt á hreinu, Hárið, Singalong sýningu af Mamma mía og Dirty dancing. Algjört konfekt og mikið fjör. Eini gallinn er að það er erfitt að fá bílastæði í nágrenninu svo maður þarf að mæta snemma. Svo er líka hægt að nýta sér almennningssamgöngur og fá sér bjór, léttvín eða freyðivín í bíóinu. Þetta bíó selur Coca Cola ekki Pepsí (mikill kostur að mínu áliti).”